Á ársþingi KSÍ í dag var jafnréttisáætlun sambandsins samþykkt en tillögu um fjölgun varamanna í fyrstu umferðum bikarkeppni KSí var vísað til stjórnar.
Þessar tvær tillögur lágu fyrir á ársþingi KSÍ og má sjá þær með því að smella hér.
Þá hlaut Valur kvennabikarinn í ár en hann hefur verið veittur á hverju ári frá 1992 því félgi sem þykir vinna gott starf í kvennaknattspyrnu.
Það var UMSÍ sem gaf KSÍ kvennabikarinn.
Þá hlaut Geir Magnússon, fyrrum íþróttafréttamaður á Rúv, knattspyrnupennann svokallaða.