Golf

Singh fór illa að ráði sínu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steve Lowerie fagnaði sigri á Pebble Beach um helgina.
Steve Lowerie fagnaði sigri á Pebble Beach um helgina. Nordic Photos / Getty Images
Vijay Singh átti sigurinn næsta vísan á Pro-Am mótinu á Pebble Beach um helgina en varð að játa sig sigraðan fyrir Steve Lowery í bráðabana.

Singh var með þriggja högga forystu á Lowery en glopraði niður forystunni með þremur skollum í röð. Singh þurfti svo fugl á átjándu til að fá bráðabana en báðir léku þeir samtals á tíu höggum undir pari.

Lowery vann svo bráðabanann með því að setja niður rúmlega tveggja metra pútt á fyrstu holunni.

Sjö ár eru liðin síðan að Lowery fagnaði sigri á PGA-mótaröðinni en hann er elsti sigurvegarinn í 71 árs sögu Pro-Am mótsins. Lowery er 47 ára gamall.

Dudley Hart var með forystu á mótinu fyrir lokakeppnisdaginn en hann lék á 72 höggum í gær og lauk keppni á níu höggum undir pari, rétt eins og þeir John Mlinger og Corey Pavin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×