Ólíðandi framkoma í Valhöll 12. febrúar 2008 15:54 Arna Schram, formaður Blaðamannafélags Íslands. Arna Schram, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að sú framkoma sem fjölmiðlar hafi mætt í Valhöll í gær, þar sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ávarpaði fjölmiðla, sé að hennar mati með öllu ólíðandi. Hún býst við að málið verði skoðað á vettvangi Blaðamannafélagsins. Töluverðrar óánægju hefur gætt meðal blaðamanna með framgöngu starfsmanna Sjálfstæðisflokksins fyrir fundinn í gær. Þá var blaðamönnum og ljósmyndurum meinað aðgangur að Vilhjálmi á meðan hann ræddi við fréttamenn ljósvakamiðla um stöðu sína í borginni, en sent var beint út frá fundinum á Vísi og hjá Sjónvarpinu og Ríkisútvarpinu. Eftir að Vilhjálmur hafði svarað ljósvakamiðlum var blaðamönnum prentmiðla leyft að ræða við Vilhjálm einn í einu. „Mér finnst þessi framkoma með öllu ólíðandi, að reyna að stjórna fjölmiðlaumfjöllun um málið. Þarna var kjörinn fulltrúi að tala um mál sem varðar almenning og að sjálfsögðu eiga allir miðlar að eiga rétt að ræða við borgarfulltrúann á þessum fundi. Það er ótrúlegt að þetta skuli gerast á 21. öldinni," segir Arna. Aðspurð segist hún í fljótu bragði ekki muna eftir öðru eins atviki. Málið skoðað á vettvangi Blaðamannafélagsins Arna var sjálf á staðnum sem blaðamaður Viðskiptablaðsins og mátti hún eins og starfsmenn annarra prentmiðla bíða eftir viðtali við oddvita sjálfstæðismanna. Aðspurð hvaða skýringar blaðamenn hafi fengið á þessum gjörðum segir Arna að þær hafi verið margar. „Meðal annars að þetta væri gert til þess að auðvelda okkur störfin," segir Arna. „Svo vorum við látin draga um það í hvaða röð blaðamenn fengju að ræða við Vilhjálm og þá einn í einu. Hver blaðamaður fékk um tíu mínútur og þegar við vorum að nálgast þann tíma kom starfsmaður flokksins til þess að sitja yfir okkur," segir Arna og á þar við framkvæmdastjóra borgarastjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins.„Það er óþolandi að það sé verið að skammta tíma í viðtal við kjörinn fulltrúa um mál sem brennur á borgarbúum. Við vildum öll vera inni á sama tíma," segir Arna.Aðspurð hvort brugðist verði við þessu á vettvangi Blaðamannafélagsins segir Arna að málið verði að líkindum skoðað en engin ákvörðun hafi verið tekin um viðbrögð á þessari stundu. Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Sjá meira
Arna Schram, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að sú framkoma sem fjölmiðlar hafi mætt í Valhöll í gær, þar sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ávarpaði fjölmiðla, sé að hennar mati með öllu ólíðandi. Hún býst við að málið verði skoðað á vettvangi Blaðamannafélagsins. Töluverðrar óánægju hefur gætt meðal blaðamanna með framgöngu starfsmanna Sjálfstæðisflokksins fyrir fundinn í gær. Þá var blaðamönnum og ljósmyndurum meinað aðgangur að Vilhjálmi á meðan hann ræddi við fréttamenn ljósvakamiðla um stöðu sína í borginni, en sent var beint út frá fundinum á Vísi og hjá Sjónvarpinu og Ríkisútvarpinu. Eftir að Vilhjálmur hafði svarað ljósvakamiðlum var blaðamönnum prentmiðla leyft að ræða við Vilhjálm einn í einu. „Mér finnst þessi framkoma með öllu ólíðandi, að reyna að stjórna fjölmiðlaumfjöllun um málið. Þarna var kjörinn fulltrúi að tala um mál sem varðar almenning og að sjálfsögðu eiga allir miðlar að eiga rétt að ræða við borgarfulltrúann á þessum fundi. Það er ótrúlegt að þetta skuli gerast á 21. öldinni," segir Arna. Aðspurð segist hún í fljótu bragði ekki muna eftir öðru eins atviki. Málið skoðað á vettvangi Blaðamannafélagsins Arna var sjálf á staðnum sem blaðamaður Viðskiptablaðsins og mátti hún eins og starfsmenn annarra prentmiðla bíða eftir viðtali við oddvita sjálfstæðismanna. Aðspurð hvaða skýringar blaðamenn hafi fengið á þessum gjörðum segir Arna að þær hafi verið margar. „Meðal annars að þetta væri gert til þess að auðvelda okkur störfin," segir Arna. „Svo vorum við látin draga um það í hvaða röð blaðamenn fengju að ræða við Vilhjálm og þá einn í einu. Hver blaðamaður fékk um tíu mínútur og þegar við vorum að nálgast þann tíma kom starfsmaður flokksins til þess að sitja yfir okkur," segir Arna og á þar við framkvæmdastjóra borgarastjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins.„Það er óþolandi að það sé verið að skammta tíma í viðtal við kjörinn fulltrúa um mál sem brennur á borgarbúum. Við vildum öll vera inni á sama tíma," segir Arna.Aðspurð hvort brugðist verði við þessu á vettvangi Blaðamannafélagsins segir Arna að málið verði að líkindum skoðað en engin ákvörðun hafi verið tekin um viðbrögð á þessari stundu.
Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent