Innlent

Jóhanna Vilhjálms hætt í Kastljósi

Jóhanna Vilhjálmsdóttir ásamt Geir Sveinssyni sambýlismanni sínum.
Jóhanna Vilhjálmsdóttir ásamt Geir Sveinssyni sambýlismanni sínum.

Jóhanna Vilhjálmsdóttir sagði upp störfum sem fréttamaður hjá Kastljósi Ríkissjónvarpsins í morgun. Ritstjórn Kastljóss vildi lítið tjá sig um ástæður uppsagnarinnar þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum frá þeim. „Nei, við getum ekki tjáð okkur um uppsögn Jóhönnu,“ sagði Sigmar Guðmundsson aðstoðarritstjóri Kastljóssins. Hann vísaði á Jóhönnu sjálfa vegna málsins.

Jóhanna er dóttir Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, formanns borgarráðs, Ekki liggur fyrir hvort sú orrahríð sem hann hefur staðið í hafi haft áhrif á þá ákvörðun Jóhönnu að segja upp störfum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur Jóhanna ekki svarað símtölum frá Vísi.

Heimildir Vísis herma að ritstjórn Kastljóss sé þegar farin að leita að eftirmanni Jóhönnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×