Ríkisstjórn Íslands hyggst boða aðila á fjármálamarkaði til fundar á morgun til þess að leggja á ráðin um ráðstafanir sem draga eiga úr hugsanlegum áhrifum alþjóðlegrar lánsfjárkreppu hér á landi.
Þetta kom fram í ræðu Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, á Viðskiptaþingi fyrir stundu.
Forsætisráðherra, fjármálaráðherra, utanríkisráðherra og viðskiptaráðherra, munu sitja fundinn, samkvæmt heimildum Markaðarins.
Auk þess sagði hann að ráðherrar ríkisstjórnarinnar væru reiðubúnir til þess að fara erlendis til þess að fjalla um stöðu íslensks efnahagslífs og leiðrétta rangfærslur.