Innlent

Beðið í Karphúsinu eftir ákvörðun Seðlabankans

Vilhjálmur Egilsson
Vilhjálmur Egilsson
Vaxtaákvörðun Seðlabankans í fyrramálið ræður miklu um framhald kjaraviðræðna, að mati Samtaka atvinnulífsins. Fulltrúar þeirra sitja þessa stundina hjá ríkissáttasemjara á fundi með fulltrúum Alþýðusambands Íslands.

Lokatörn samningalotunnar er að hefjast og nú undir kvöld mætttu menn til fundar til að takast á um kjarna málsins; hvaða prósentutölur eigi að setja í samningana, - það er hversu mikið launin eigi að hækka. Ólíkt því sem menn eiga að venjast eru það atvinnurekendur sem sækja nú jafnvel ákveðnar en verkalýðshreyfingin um aðgerðir af hálfu stjórnvalda til að greiða fyrir samningum, einnig af hálfu Seðlabankans.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að ef Seðlabankinn lækki ekki vexti, haldi þeim óbreyttum eða hækki þá setji það verulegt strik í það sem samningsaðilar séu að gera.

Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir viðræður allar mjög brothættar og það megi voðalega lítið út af bregða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×