Innlent

Sneypuför norskra loðnuveiðiskipa

Ljóst er að norski loðnuveiðiflotinn, sem hefur leyfi til loðnuveiða hér við land, fer hálfgerða sneypuför til Íslands að þessu sinni.

Norðmenn sendu 35 til 40 skip hingað til veiðanna en þau hafa aðeins veitt um 13 þúsund tonn af þeim 40 þúsundum sem þau máttu veiða og veiðiheimildin rennur út eftir tæpa tvo sólarhringa.

Dræm veiði hefur líka verið hjá íslensku loðnuskipunum og bendir ýmislegt til þess að þetta verði óvenju léleg vertíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×