Innlent

Vísaði lögreglu á rangt herbergi

Hann var heldur seinheppinn karlmaðurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók á dögunum fyrir tölvuþjófnað.

Tilkynnt var um að tölvu hefði verið stolið úr fyrirtæki í miðborg Reykjavík og beindist grunur strax að ákveðnum aðila sem býr í Kópavogi. Þegar lögregla bankaði upp á hjá honum var hann fús að sýna lögreglunni herbergið sitt. Þar var enga tölvu að finna en við nánari athugun kom í ljós að þetta var ekki herbergi mannsins. Það reyndist hins vegar í sama húsi og þegar lögreglan kom þar inn blasti tölvan við.

Maðurinn bar því þá skyndilega við að þetta væri ekki herbergið hans og bætti við ýmsum útskýringum sem lögreglu þóttu lítt trúverðugar, ekki síst vegna þess að myndir af manninum og ýmsir pappíarar með nafni hans voru í herberginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×