Innlent

Annir á slysadeild vegna hálkuslysa

Nokkuð hefur verið um að fólk hafi leitað á slysadeild í morgun eftir að hafa dottið í hálku. Ófeigur Þorgeirsson, yfirlæknir á slysa- og bráðadeild, sagði í samtali við fréttastofu að þangað hafi fólk leitað eftir að hafa brotnað eða farið úr lið. Algengir áverkar eru brotnir úlnliðir, axlir og ökklar. Ófeigur biður fólk að fara varlega þar sem gríðarlega hált sé úti og biður hann eldri borgara á íhuga það að halda sig inni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×