Innlent

Samið um meginlínur nýrra kjarasamninga - SA gagnrýnir Seðlabankann

Samtök atvinnulífsins segja að svo virðist sem aldrei rofi til í Seðlabankanum og rökstuðningur bankans sé veikur. Framkvæmdastjóri ASÍ hefði viljað sjá vaxtalækkun hjá Seðlabankanum en skilur að hann sé í þröngri stöðu. Meginlínur nýrra kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum liggja fyrir og þykir líklegt að skrifað verði undir um eða eftir helgi, þótt eftir sé að ganga frá fjölda sérmála. Viðræður aðila vinnu markaðarins halda áfram í dag.

Fram hefur komið að ákvörðun Seðlabankans um stýrivesti gæti haft áhrif á kjaraviðræðrunar. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í morgun að ákvörðun Seðlabankans að halda vöxtunum óbreyttum væri veruleg vonbrigði. Það rofaði aldrei neitt til í Seðlabankanum og hann sæi ekki fram á að bankinn spáði í að lækka vexti í náinni framtíð.

Aðspurður hvort þetta myndi hafa áhrif á gerð kjarasamninga sagði Vilhjálmur að ákvörðunin setti strik í reikninginn hjá Samtökum atvinnulífsins. Vaxtaákvarðanir Seðlabankans hefðu veikt atvinnuífið svo vægt væri til orða tekið. Hann benti þó að eftir ætti að leita til ríkisstjórnarinnar um framlag hennar til að liðka um fyrir kjarasamningum. Kjarasamningar gætu náðst um helgina ef vel gengi.

Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, sagði í hádegisfréttum Stöðvar 2 að samkomulag hefði náðst um meginlínur nýrra kjarasamninga en fyrirvari væri um niðurstöðu í sérmálum sambanda ASÍ. Meðal þess sem fæli í meginlínunum væru taxtahækkarnir upp á 38-49 þúsund krónur í heildina.

Aðspurður hvort stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans truflaði ASÍ sagði Gylfi svo ekki vera. ASÍ hefði viljað sjá lækkun stýrivaxta en verðbólga væri mikil og Seðlabankinn væri í þröngri stöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×