Innlent

Skilur að Vilhjálmur vilji skoða sín mál eftir klaufaleg mistök

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra segir að ákvörðun hjá Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni um að sitja áfram í borgarstjórn hafa verið eðlileg. Hann segist skilja að hann vilji skoða sín mál eftir að hafa gert klaufaleg mistök í sjónvarpsviðtali.

Staða sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg hefur verið mikið til umræðu að undanförnu, þá sérstaklega staða Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita flokksins, eftir að skýrlsan um REI-málið leit dagsins ljós.

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra segir Vilhjálm hafa gert klaufaleg mistök í viðtalsþætti í sjónvarpi og fari nú yfir mál sín. Vilhjálmur sé afskaplega góður drengur og hafi unnið fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratugi.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagðist Guðlaugur styðja Vilhjálm ef hann tæki þá ákvörðun að setjast í stól borgarstjóra að ári. Þetta væri mál sem Vilhjálmur færi yfir núna ásamt sínum félögum. Menn bæru traust til borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna og nýs meirihluta og hann myndi vinna vel fyrir borgarbúa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×