Innlent

Fá ferðaávísun fyrir fullkomna mætingu

Þeir starfsmenn Samherja sem missa ekki dag úr vinnu eiga nú kost á myndarlegri bónusgreiðslu. Starfsmannastjóri óttast ekki að þetta ýti undir að fólkið mæti veikt til vinnu.

Fjórtán starfsmenn Samherja fengu á dögunum hver um sig ferðaávísun að upphæð 100 þúsund krónur í viðurkenningaskyni fyrir fullkomna mætingu árið 2007. Þeir voru dregnir úr potti um 220 starfsmanna sem hurfu aldrei frá vinnu vegna veikinda í fyrra. Þó skal tekið fram að veikindi barna hafa hér ekki áhrif.

Anna María Kristansdóttir, starfsmannastjóri Samherja, segir að nú þegar hafi orðið heilsuvakning meðal starfsmanna sem lýsi sér í bættum vinnuanda og auknum afköstum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×