Innlent

Sjö manns tilnefndir í stýrihóp um skipulag Vatnsmýrar

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag tilnefna þau Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, Gísla Martein Baldursson, Kjartan Magnússon, Ástu Þorleifsdóttur, Dag B. Eggertsson, Svandísi Svavarsdóttur og Óskar Bergsson í stýrihóp um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar.

Þetta var gert í ljósi þess að í dag á að kynna úrslit í alþjóðlegri hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar. Fram hefur komið í fréttum að flestar tillagnanna í keppninni geri ráð fyrir aukininni byggð í Vatnsmýri og að flugvöllurinn víki.

Hins vegar hefur meirihluti sjálfstæðismanna og F-lista greint frá því að ekki verði tekin ákvörðun um flutning Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×