Innlent

Ný tjörn í Vatnsmýri miðpunktur framtíðarbyggðar

Ný tjörn verður grafin í Vatnsmýrina og gerð að miðpunkti nýrrar lágreistrar byggðar og Hljómskálagarðurinn stækkaður til suðurs, samkvæmt skoskri tillögu sem hlaut fyrsta sæti í hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag svæðisins.

Þetta er stærsta skipulagssamkeppni sem fram hefur farið hérlendis en úrslit voru kynnt síðdegis. Alls bárust 136 tillögur víðs vegar að úr heiminum og voru sjö verðlaunaðar. Þrjá þóttu skara fram úr og ein þó sérstaklega, frá þremur Skotum, Graeme Massie, Stuart Dickson og Alan Keane, og hlutu þeir sex milljóna króna verðlaun. Í umsögn dómnefndar segir að tillaga þeirra hafi burði til að verða útgangspunktur framtíðarþróunar í Vatnsmýri. Forsendan er að flugvöllurinn víki en í staðinn komi blönduð byggð íbúða, þjónustu, skrifstofu og skólabygginga. Hús verði 4-5 hæðir. Hringbraut yrði lögð í stokk við Hljómskálagarðinn en hann stækkaður til suður. Ný tjörn yrði grafin á miðju svæðinu og umhverfis hana myndi nýjan byggði rísa. Tillögurnar verða til sýnis almenningi í Hafnarhúsinu í eina viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×