Innlent

Fundu eftirlýsta konu á stolnum bíl

MYND/GVA

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt par á stolnum bíl og reyndist konan vera eftirlýtst af lögreglu vegna annarra afbrota. Parið gistir nú fangageymslur.

Eigandi bílsins hafði brugðið sér inn í verslun við Dalveg í Kópavogi um áttaleytið í gærkvöldi en skilið lykilinn eftir í kveikjulásnum. En þegar hann kom út eftir ör skamma stund var bíllinn horfinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×