Innlent

Harður fjögurra bíla árekstur í Garðabæ

Harður fjögurra bíla árekstur varð á mótum Hafnarfjarðarvegar og Lyngáss í Garðabæ um klukkan þrjú.

Tildrög slyssins eru ókunn en að sögn lögreglu var um að ræða þrjá fólksbíla og strætisvagn. Einhverjir í bílunum munu hafa slasast lítils háttar en ekki liggur fyrir hvers eðlis meiðslin eru.

Lögregla vinnur enn á vettvangi og verða einhverjar umferðartafir á Hafnarfjarðarveginum á meðan unnið er að hreinsun eftir óhappið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×