Innlent

Á 125 kílómetra hraða í göngunum

Úr myndasafni 365.
Úr myndasafni 365. MYND/Pjetur

Ökumaður var myndaður á 125 kílómetra hraða á klukkustund í Hvalfjarðargöngum þegar lögregla var þar við mælingar á dögunum.

Alls voru brot 58 manna mynduð í göngunum frá þriðjudegi til fimmtudags eða á rúmlega 45 klukkustundum. Rúmlega 3500 bílar fóru um göngin á þeim tíma og því ók aðeins 1,6 prósent ökumanna of hratt í göngunum.

Meðalhraði hinna brotlegu var tæplega 85 kílómetrar á klukkustund en 70 kílómetra hámarkshraði er í Hvalfjarðargöngum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×