Innlent

Reglur verði einfaldaðar fyrir orkufyrirtæki

MYND/Haraldur

Reglu-og lagaumhverfi fyrir fyrir orku- og veitufyrirtæki er alltof flókið. Dæmi eru um að sama framkvæmd hafi verið oftar en tuttugu sinnum til umfjöllunar sömu umsagnaraðila. Samtök orku- og veitufyrirtækja leggja til að kerfið verði einfaldað.

Umræða um orku- og veitumál hér á landi einblínir um of á eignarhald á meðan brýnna verkefni er að efla flutningskerfi raforku. Þetta kom fra á aðalfundi Samorku, samtaka orku og veitufyrirtækja í dag. Þar kom einnig fram að hægt væri að stýra iðnaðinum alfarið út frá lögum og reglum sem gerði vægi eignarhalds minna í umræðunni.

Umræða um orku- og veitumál hér á landi einblínir um of á eignarhald á meðan brýnna verkefni er að efla flutningskerfi raforku. Þetta kom fra á aðalfundi Samorku, samtaka orku og veitufyrirtækja í dag. Þar kom einnig fram að hægt væri að stýra iðnaðinum alfarið út frá lögum og reglum sem gerði vægi eignarhalds minna í umræðunni.

Gústaf Adolf Skúlason aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku segir laga- og regluumhverfi fyrir orku-og veitufyrirtæki gríðarlega flókið. Þetta vilji menn einfalda.

Hann segir regluverkið þurfa að vera skýrt og einfalt; „Við erum ekki að biðja um neina afslætti frá öryggis umhverfis en við teljum eðlilegt að grundvallarákvarðanir séu teknar miklu fyrr í ferlinu."

Gústaf Adolf telur mun brýnna verkefni nú að efla flutningskerfi raforku en færa raflínur í jörðu, hvergi í heiminum hafi það verið gert en það sé gífurlega kostnaðarsamt. Kostnaðurinn yrði annað hvort greiddur af ríkissjóði eða kæmi fram í hærra raforkuverði.

Hann telur þó mikilvægt að áfram verði íslenskt ákvæði í bókun um væntanlegan loftlagssamning árið 2012, því það sé hluti af lausninni á loftslagsmálum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×