Innlent

Eru síðustu Downs-börnin fædd á Íslandi?

Unnur Helga Óttarsdóttir formaður Félags áhugafólks um Downs-heilkenni ásamt dóttur sinni.
Unnur Helga Óttarsdóttir formaður Félags áhugafólks um Downs-heilkenni ásamt dóttur sinni. MYND/Stöð2

Formaður Læknafélagsins kallar eftir ábyrgri siðferðislegri umræðu um hversu langt eigi að ganga í að eyða fóstrum þegar fósturskimun leiði í ljós einhverja galla. Foreldrar barna með Downs heilkenni telja þróunina í þessum efnum óhugnanlega.

Í DV í dag var greint frá því að á árunum 2002 til 2006 hafi 27 fóstur greinst með Downs-heilkenni eftir fósturskimun og greiningarprófi. Einungis tveimur fóstranna 27 var ekki eytt.

Með þessu móti telja sumir að verið sé að útrýma þeim sem fæðast meðal annars með Downs heilkenni.

Birna Jónsdóttir formaður Læknafélags Íslands segir tilganginn ekki að útrýma einstaklingum með ákveðna galla. Þá væri leitað hjá öllum konum.

Birna vísar þarna til þess að litningapróf séu gerð hjá konum eldri en 35 ára og bendir á að yngri konur geti fætt börn með Downs heilkenni þótt líkur séu meiri hjá þeim eldri.

Unnur Helga Óttarsdóttir formaður Félags áhugafólks um Downs-heilkenni spyr hvar þetta stoppi. Tækninni fleygi fram.

Birna segir nauðsynlegt að eiga opna og einlæga umræðu um það hvernig samfélagið vilji að þetta sé. „Það er þjóðfélagið sem kemur að þessu í heild með opinni umræðu."

Birna segir langflesta vilja eignast heilbrigt barn og fólk fari yfirleitt eftir ráðleggingum lækna á meðgöngu. Þrýstingur frá verðandi foreldrum hafi orðið til þess að lög voru sett um hvenær fóstureyðingar væru heimilar. Það setji skyldur á lækna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×