Innlent

Launastefna kjarasamninganna hagstæð konum og umönnunarstéttum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er sátt við launastefnuna sem verið er að móta kjarasamningunum.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er sátt við launastefnuna sem verið er að móta kjarasamningunum.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, kveðst sammála þeirri launastefnu sem verið er að móta í kjarasamningunum, enda muni hún koma konum og umönnunarstéttum til góða.

Sú krafa Samtaka atvinnulífsins að hið opinbera semji ekki um hærri laun við sína starfsmenn hefur kallað á hörð viðbrögð, bæði Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Bandalags háskólamanna, og hún sögð ósvífin. Hún var samt efst á listanum sem Samtök atvinnulífsins afhentu ráðherrum í morgun. Ingibjörg Sólrún var spurð hvort Samfylkingin væri sammála þessari ósk atvinnurekenda að hið opinbera fylgdi sömu launastefnu gagnvart sínum starfsmönnum og nú værið verið að semja um á almenna markaðnum. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 kvaðst hún hlynnt þessari meginstefnu enda kæmi hún meðal annars konum og umönnunarstéttum til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×