Innlent

Enn fundað í Karphúsinu

Vilhjálmur Egilsson segir fundahöld um nýja kjarasamninga enn standa yfir.
Vilhjálmur Egilsson segir fundahöld um nýja kjarasamninga enn standa yfir.

Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög ASÍ sitja enn á fundi í Karphúsinu þar sem reynt er að ná lendingu í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði.

Fundaraðilar stefndu að því að klára viðræðurnar í kvöld en Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, sagði fyrr í dag að ekki yrði skrifað undir samninga fyrr en útspil ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga væri klárt.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, var fámáll þegar Vísir ræddi við hann nú fyrir skömmu. "Hér er enn verið að funda og verður eitthvað áfram," sagði Vilhjálmur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×