Innlent

Mótmælir pólitískum fundi í Fríkirkjunni

Fríkirkjan.
Fríkirkjan.

Fyrrverandi stjórnarmaður úr safnaðarstjórn Fríkirkjunnar í Reykjavík mótmælir því að Samtökin Sól á Suðurlandi efni til fundar í húsakynnum kirkjunnar á morgun. Tilefni fundarins er að mótmæla áformum um að virkja Þjórsá. „Þetta er pólitískt þrætuepli sem þarna er í gangi," segir Magnús Siguroddsson, rafmagnstæknifræðingur og fyrrverandi stjórnarmaður í Fríkirkjunni.

Hann segist hafa verið í Fríkirkjusöfnuðinum frá því í bernsku og sér vitandi hafi aldrei verið haldnir pólitískir fundir þar. Magnús segist fara þess vinsamlega á leit við núverandi safnaðarstjórn kirkjunnar að hætt verði við fundinn og hann færður á annan stað. Hann segist þó ekki hafa rætt málið við Hjört Magna Jóhannsson fríkirkjuprest.

Vísir hefur ekki náð í Hjört Magna vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×