Innlent

Aflvana skip norðvestur af Reykjanesi

Frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.
Frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Mynd/ Auðunn Níelsson

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst boð frá flutningaskipinu Reykjafossi á þriðja tímanum í nótt um að skipið hefði orðið aflvana um 10 sjómílur norðvestur af Reykjanesi. Varðskip var sent á staðinn. Vel gekk að koma taug á milli skipanna þó að töluverð þoka hafi verið á svæðinu. Gert ráð fyrir að búið verði að draga Reykjafoss, sem er um 7500 brúttórúmlestir og rúmir 127 metrar að lengd, til Reykjavíkur um fimmleytið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×