Innlent

Háskóladagurinn settur í dag

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra setti háskóladaginn í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Prúðbúnir hestamenn tóku á móti ráðherra við Ráðhúsið í tilefni dagsins. Á háskóladeginum kynna háskólar landsins námsframboð sitt fyrir næsta skólaár. Kynningin fer fram á tveimur stöðum í borginni.

Háskóli Íslands og Kennaraháskóli Íslands verða á Háskólatorgi Háskólans og í Ráðhúsi Reykjavíkur verða Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum, Háskólinn í Reykjavík, Landbúnaðarháskóli Íslands og Listaháskóli Íslands með sýna kynningu. Þá verður á sama tíma boðið upp á kynningu á framhaldsnámi í Danmörku í Norræna húsinu. Búist er við á fjórða þúsund manns sæki háskóladaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×