Innlent

Reykjafoss nálgast höfn

Varðskip Landhelgisgæslunnar.
Varðskip Landhelgisgæslunnar. Mynd/ Vilhelm Gunnarsson

Varðskip kom í Faxaflóahöfn með flutningaskipið Reykjarfoss í eftirdragi um fjögurleytið í dag og hefur hafsögumaður nú tekið við skipinu. Reykjafoss varð aflvana um 10 sjómílur norðvestur af Reykjanesi og barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boð frá skipverjum á þriðja tímanum í nótt.

Varðskip Landhelgisgæslunnar var sent á staðinn og gekk vel að koma taug á milli skipanna þótt að töluverð þoka hafi verið á svæðinu. Gert er ráð fyrir að búið verði að draga skipið, sem er um 7500 brúttórúmlestir og rúmir 127 metrar að lengd, að bryggju nú um fimm leytið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×