Innlent

Lögreglan fann bruggverksmiðju

Lögreglan á Suðurnesjum haldlagði bruggtæki og nokkurt magn af ætluðu sterku heimagerðu áfengi í dag. Kona nokkur hafði hringt í lögreglu og taldi að reynt hefði verið að brjótast inn á heimili hennar. Lögreglumenn fóru á staðinn en sáu ekki ummerki innbrotstilraunar. Þeir fundu hins vegar áfengið og bruggtækin sem fyrr segir frá. Konan sem tilkynnti um innbrotið verður kærð fyrir ólöglegan tilbúning áfengis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×