Innlent

Þjóðvegurinn í Norðurárdal í Borgarfirði er lokaður

Svona leit þjóðvegurinn út í morgun.
Svona leit þjóðvegurinn út í morgun.

Þjóðvegurinn í Norðurárdal í Borgarfirði rofnaði seint í gærkvöldi vegna vatnavaxta í Álalæk, skammt frá Svignaskarði. Ekki eru líkur á að hann opnist aftur fyrr en í kvöld.

Ræsi undir veginn stíflaðist eða féll saman þannig að vatnið gróf undan malbikinu og ruddi sér leið. Norðurleiðin er þó fær um Borgarfjarðarbrautina og er þá farið um Reykholtsdal og Stafholtstungur.

Skemmdir á aðalveginum eru svo miklar að viðgerð lýkur vart fyrr en undir kvöld. Engin óhöpp urðu vegna þessa enda vaktaði lögreglan í Borgarnesi svæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×