Innlent

Tveir teknir eftir innbrot í söluturn

Tveir menn brutust inn í söluturninn Bláturn við Háaleitisbraut í nótt og komust undan með þýfi.

Töluvert blóð var á vettvangi og þegar lögreglan stöðvaði tvo góðkunningja í Múlahverfinu skömmu síðar, kom í ljós að annar var illa skorinn á fæti eftir innbortið. Hann var fluttur á Slysadeild og þaðan í fangaklefa, þar sem hinn beiða hans. Þeir verða yfirheyrðir í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×