Innlent

Norðmenn opna heimasíðu um þyrlukaup

MYND/Vilhelm

Norsk yfirvöld hafa opnað sérstaka heimasíðu um samstarf þeirra og Íslendinga um kaup og rekstur nýrra langdrægra björgunarþyrlna.

Fram kemur á vef dómsmálaráðuneytisins að á heimasíðu Norðmanna sé hægt að fylgjast með framvinu verkefnisins en Ísland kaupir þrjár nýjar björgunarþyrlur og Noregur tíu til tólf.

Dómsmálaráðherrar landanna skrifuðu undir samkomulag um samstarf í lok nóvember síðastliðins, en hér á landi mun dómsmálaráðuneytið vinna að verkefninu í samráði við Ríkiskaup, fjármálaráðuneyti og Landhelgisgæsluna. Hægt er að fylgjast með framvindu verkefnisins á slóðinni www.nawsarh.dep.no.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×