Innlent

Fann nýræktað marijúana í húsi í Hveragerði

Marijúana, Úr myndasafni.
Marijúana, Úr myndasafni.

Lögreglan á Selfossi fann tæp tuttugu grömm af nýlega ræktuðu marijúana, kannabisfræ og áhöld til fíkniefnaneyslu við húsleit í Hveragerði á laugardagskvöld.

Lögreglumenn höfðu grundsemdir um að fíkniefni væri að finna í húsinu og að fengnum dómsúrskurði var ráðist til inngöngu. Fíkniefnahundurinn Bea tók þátt í leitinni að fíkniefnum sem bar árangur sem fyrr segir.

Einn maður var handtekinn og segir í dagbók lögreglunnar að hann hafi gengist við því að eiga fíkniefnin sem voru haldlögð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×