Innlent

Kosovo-Albanar á Íslandi fagna sjálfstæði héraðsins

Á bilinu fjögur til fimm hundruð Kosovo-Albanar eru búsettir á Íslandi. Þeir fögnuðu sjálfstæði héraðsins frá Serbíu í fjölmennu samkvæmi í gærkvöldi.

Fagnaðarlætin við Duggovog í Reykjavík í gærkvöldi voru innileg. Ungir sem aldnir dönsuðu, sungu og skáluðu. Kosovo-hérað sjálfstætt og vandamál heimsins gleymd um stund.

Gani Zogaj, einn þeirra sem fögnuðu í gær, segir Kosovo-Albana hafa beðið eftir sjálfstæði í yfir hundrað ár. Þeir hafi verið undir Tyrkjum í fimm hundruð ár og Serbum í hundrað ár. Íbúar í Kosovo væru um tvær milljónir og 95 prósent þeirra væru Albanar.

Um Kosovo-Albana hér á landi sagði Zogaj að þeir hefðu það gott og væru allir með vinnu. Margir væru einnig komnir með íslenskan ríkisborgararétt en þeir gleddust yfir sjálfstæði Kosovo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×