Innlent

Mánaðar fangelsi fyrir að skalla kynsystur sína

MYND/Ingólfur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvítuga konu í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ýtt annarri konu upp að húsvegg og skallað hana í andlitið með þeim afleiðingum að hún marðist nokkuð.

Árásin átti sér stað í nóvember í fyrra við skemmtistað við Stórhöfða. Konan játaði skýlaust á sig árásina en hún hafði áður verið dæmd fyrir sams konar líkamsárás. Var sá dómur tekinn upp og dæmt fyrir báða í einu lagi. Þótti 30 daga fangelsi sem skilorðsbundið er til þriggja ára hæfileg refsing.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×