Innlent

Jón Baldvin: Ekki eftir neinu að bíða varðandi Kosovo

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin Hannibalsson. Jón Baldvin Hannibalsson.

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir ekki eftir neinu að bíða fyrir Íslendinga með að viðurkenna sjálfstæði Kosovo. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur sagt að hafa verði samráð við Norðurlöndin í málinu auk þess sem taka verði mið af ákvörðunum Atlantshafsbandalagsins.

„Það er eitt í þessu máli sem er óhagganleg staðreynd, Kosovo og Serbía geta ekki verið saman í einu ríki, það á sér langa sögu en í þjóðernishreinsunum Milosovic sauð algjörlega upp úr," segir Jón Baldvin og bætir því við að það sé tómt mál að tala um að þessar tvær þjóðir geti verið í sama ríki.

Jón segir hins vegar að Kosovo sé illa undirbúið undir sjálfstæðið og að efasemdir um að þeir geti staðið á eigin fótum gætu átt við rök að styðjast. Efngahagur landsins sé mjög bágborinn og landið sé mjög háð innflutningi.

„En við eigum ekkert að bíða eftir Norðurlöndunum, við eigum að hafa fulla burði til að greina málið og taka eigin ákvarðanir í þessu máli," segir Jón og tekur fram að hann gefi lítið fyrir mótmæli Serba og Rússa í málinu. „Serbía átti að því frumkvæðið að lima landið í sundur og þar með fyrirgerðu þeir rétti sínum til að hafa stjórn á héraðinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×