Innlent

Niðurstöðu í flóttarannsókn að vænta í fyrramálið

Annþór Kristján Karlsson
Annþór Kristján Karlsson

Lögreglan vill ekki gefa neitt upp í tengslum við rannsókn á flótta Annþórs Kristjáns Karlssonar fyrr en í fyrramálið.

Niðurstöður áttu að liggja fyrir seinnipartinn í dag en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni mun ekkert vera gefið upp fyrr en í fyrramálið.

„Það er hinsvegar ekkert víst að einhver ákveðin niðurstaða liggi þá fyrir," sagði Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Annþór Kristján Karlsson strauk sem kunnugt er úr fangaklefa af lögreglustöðinni við Hverfisgötu á föstudaginn var.Fangaklefi Annþórs var opinn en hann var í gæsluvarðhaldi í tengslum við fíkniefnainnflutning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×