Innlent

Haldið sofandi í öndunarvél

Bíllinn er gjörónýtur
Bíllinn er gjörónýtur MYND/Skessuhorn

Annar piltanna sem lenti í hörðum árekstri á Akranesi seinni partinn í dag er haldið sofandi í öndunarvél. Líðan hans er stöðug að sögn vakthafandi læknis.

Tveir piltar voru í bifreið sem keyrt var á miklum hraða á hús við Vesturgötu á Akranesi rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Piltarnir voru báðir meðvitundarlausir þegar að var komið og var farið með annan þeirra suður til Reykjavíkur.

Honum er nú haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild landsspítala háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Hinn er með meðvitund og er líðan hans áægt eftir atvikum en hann liggur á sjúkrahúsinu á Akranesi. Báðir piltarnir eru á átjánda aldursári.

Höggið sem kom er piltarnir lentu á veggnum var svo þungt að hluti veggjar og gluggi á jarðhæð hússins þeyttust inn. Enginn var í þessum hluta hússins þegar ákeyrslan var, en þar er svefnherbergi. Bíllinn er gjörónýtur. Í fréttum Sjónvarpsins nú í kvöld kom fram að hvorugur piltanna var í bílbelti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×