Innlent

Íslenskir feðgar flugu til Danmerkur - lömdu kærasta fyrrum konunnar

Danska lögreglan handtók feðgana eftir árásina.
Danska lögreglan handtók feðgana eftir árásina.

49 ára gamall maður varð fyrir líkamsárás í Langebæk skammt frá Vordingsborg á Sjálandi. Það voru íslenskir feðgar sem gengu í skrokk á manninum og notuðu til þess meðal annars járnrör.

Danskir miðlar greina frá því að maðurinn búi með fyrrum eiginkonu föðurins sem er einnig íslensk. Faðirinn sem er fimmtugur og sonurinn sem er átján ára réðust inn í íbúð mannsins en talið er að þeir hafi ferðast frá Reykjavík eingöngu til þess að ráðast á manninn.

Ástkonan sem allt virðist snúast um hringdi sem snöggvast eftir hjálp og lögreglan mætti á staðinn og handtók feðgana. Maðurinn sem varð fyrir árásinn var nokkuð illa farinn og þurfti að leita sér aðstoðar á sjúkrahúsi.

Feðgunum var sleppt að lokinni yfirheyrslu en þeir gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi vegna árásarinnar samkvæmt dönskum lögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×