Innlent

Lögreglan kölluðu til vegna unglinga í Kringlunni

Öryggisverðir áttu í vandræðum með að hemja unglingahópa á öskudaginn.
Öryggisverðir áttu í vandræðum með að hemja unglingahópa á öskudaginn. Mynd/BV

Lögreglan var kölluð til vegna óláta í unglingum í Kringlunni rétt fyrir klukkan 16:00 í dag. Var einhver hópamyndun í Kringlunni en ekki kom til óláta.

Að sögn öryggisgæslunnar í Kringlunni er haft samband við lögregluna ef hópamyndun er í Kringlunni eða fyrir utan á bílastæðum. Allt fór þó rólega fram í dag en ekki er langt síðan sauð upp úr í verslunarmiðstöðinni.

Það var á öskudag þegar tveir hópur virtust eiga eitthvað sökótt hvor við annan. Kom meðal annars til átaka og áttu öryggisverðir í vandræðum með að koma krökkunum út úr Kringlunni þann daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×