Innlent

Báðir piltarnir komnir á gjörgæslu

Tveir piltar á átjánda sem slösuðust þegar annar þeirra ók bíl á miklum hraða á hús á Akranesi eru báðir komnir á gjörgæslu.

Annar þeirra var fluttur strax á gjörgæslu í gær og er honum haldið sofandi í öndunarvél. Hinn var fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi og var í framhaldinu á gjörgæsludeild Landspítalans til eftirlits. Hann mun þó vera með fullri meðvitund.

Fram kom í fréttum í gær að bílnum hefði verið ekið á miklum hraða upp Vesturgötu á Akranesi en þar hefði ökumaður misst stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún hafnaði á húsvegg. Húsið skemmdist nokkuð en bíllinn er gjörónýtur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×