Innlent

Rússar segja sjálfstæðisyfirlýsingu geta aukið óstöðugleika

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lýsir áhyggjum af sjálfstæðisyfirlýsingu Kosovo.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lýsir áhyggjum af sjálfstæðisyfirlýsingu Kosovo. MYND/AP

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur varað starfssystur sína í Bandaríkjunum, Condoleezzu Rice, við því að sjálfstæðisyfirlýsing Kosovo-héraðs geti aukið óstöðugleika í heiminum. Þetta kemur fram í stuttri yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Rússlands í dag.

Þar segir einnig að Lavrov hafi í gær rætt málefni Kosovo við Rice í síma en eins og kunnugt er eru Bandaríkjamenn í hópi þeirra ríkja sem lýst hafa yfir stuðningi við sjálfstæðisyfirlýsingu Kosovo-Albana frá Serbíu. Lavrov ítrekaði hins vegar í samtalinu að Rússar væru andvígir einhliða sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×