Bandaríski flotinn hefur ákveðið að reyna að eyða stjórnlausum gervihnetti á leið til jarðar á fimmtudag eða eftir að geimferjan Atlantis kemur til lendingar úr för sinni á morgun miðvikudag.
Ætlunin er að skjóta eldflug að gervihnettinum um leið og hann svífur inn í gufuhvolfið í 250 kílómetra hæð. Gervihnötturinn hefur verið stjórnlaus síðan honum var skotið á loft í lok ársins 2006. Hann er á stærð við strætisvagn og innheldur lífshættulegt eldsneyti.
Talsmenn flotans segja að þeir muni haga eldflugaskotinu þannig að færi gefist á öðru slíku fari svo að hið fyrsta dugar ekki. Kostnaðurinn við að eyða gervihnettinum með þessum hætti er talinn geta orðið allt að 4 milljarðar króna.