Innlent

Opnunartími Hafnarhúss lengdur vegna vinsælda Vatnsmýrarsýningar

Ákveðið hefur verið að lengja opnunartíma Hafnarhússins á morgun vegna gríðarlegra vinsælda sýningarinnar Vatnsmýri, 102 Reykjavík. Þar sem getur að líta tillögur úr samkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnnar.

Sýningin var opnuð síðasta fimmtudag og er síðasti sýningardagur á fimmtudaginn kemur. Á morgun verður opnunartíminn hins vegar lengdur til kl. 22. Hafnarhúsið er opið öll fimmtudagskvöld til kl. 22 en kl. 17 á fimmtudaginn kemur mun Massimo Santanicchia arkitekt halda fyrirlestur um fagurfræði og tíðaranda í skipulagi borga í fjölnotasal Hafnarhússins.

Eftir að sýningunni lýkur munu vinningstillögurnar verða til sýnis í skála hjá Skipulags- og byggingarsviði í Borgartúni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×