Sport

Federer ætlar að spila í tíu ár í viðbót

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roger Federer.
Roger Federer. Nordic Photos / Getty Images
Roger Federer segist ætla að spila tennis í tíu ár í viðbót en hann vantar aðeins tvo slemmutitla upp á að jafna met Pete Sampras sem vann fjórtán titla á sínum ferli.

„Ég var að vonast til að bæta metið á þessu ári en eftir að ég tapaði á opna ástralska verður það kannski frekar erfitt," sagði Federer.

„Markmið mitt er að spila eins lengi og ég mögulega get, vonandi þar til ég verð 35 ára," sagði Federer sem er 26 ára gamall.

Hann vonast þó til að jafna met Sampras á þessu ári.

„Stóra málið fyrir mig í ár er opna franska," sagði Federer en Rafael Nadal hefur unnið mótið undanfarin þrjú ár.

„Ég hef heyrt fólk segja að í ár sé mitt síðasta tækifæri en ég er algjörlega ósammála því. Ég held að ég eigi enn nokkur góð ár framundan."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×