Innlent

George Foreman grilli og simbölum stolið úr búslóð í Eyjum

George Foreman grilli var stolið í Eyjum í síðustu viku.
George Foreman grilli var stolið í Eyjum í síðustu viku.

Munum úr búslóð að Herjólfsgötu í Vestmannaeyjum var stolið fyrir viku og leitar lögregla nú hins seka eða hinna seku.

Fram kemur í dagbók lögreglunnar að brostist hafi verið inn í geymslu þar sem búslóðin var og þaðan stolið meðal annars George Foreman grilli, simbölum úr trommusetti og ýmsum persónulegum munum. T

alið er að þjófnaðurinn hafi átt sér stað helgina 8.-10. febrúar. Lögreglan í Vestmannaeyjum hvetur þá sem einhverjar upplýsingar hafa um hver eða hverjir þarna voru að verki að hafa samband við lögreglu.

Lögreglan var einnig kölluð til vegna tveggja vinnuslysa í Eyjum í liðinni viku. Í báðum tilvikum var um að ræða fólk sem slasaðist á fæti. Annars vegar var um að ræða skipverja sem fékk bobbinga í fótinn um borð í skipi og hins vegar var lyftara ekið á starfsmann Vinnslustöðvarinnar og slasaðist hann á fæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×