Innlent

Leggja áherslu á að draga úr mengun

Borgarstjór kynnti þriggja ára áætlun um rekstur og framkvæmdir borgarinnar í dag.
Borgarstjór kynnti þriggja ára áætlun um rekstur og framkvæmdir borgarinnar í dag. MYND/Frikki Þór

Nýr meirihluti sjálfstæðismanna og F-lista hyggst styrkja almenningssamgöngur til muna og munu stórir hópar fá frítt í strætó. Þetta var meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi þar sem Ólafur F. Magnússon borgarstjóri kynnti áætlanir borgarinnar til næstu þriggja ára. Frítt verður í strætó fyrir börn, aldraða, öryrkja og stúdenta og þá á að bæta leiðarkerfið og fjölga strætisvögnum.

Enn fremur á að fjölga leikskólaplássum og reyna að finna úrræði til að manna leikskóla. Þá á að kanna möguleika á fimm ára deildum í öllum hverfum borgarinnar.

Fresta hugsanlega steinsteypuframkvæmdum

Fram kom í máli borgarstjóra að ljósi breyttra aðstæðna í efnahagslífi þyrfti hugsanlega að fresta steinsteypuframkvæmdum. Þegar borgarstjóri var inntur eftir því um hvaða framkvæmdir væri að ræða gat hann ekki svarað því en sagði öll spor tekin af yfirvegun.

Þá á að gera stórátak í uppbyggingu göngu- og hjólreiðastíga og sömuleiðis á að fjölga félagslegum íbúðum í borginni á þessu þriggja ára tímabili um 300. Enn fremur á að fjölga þjónstuíbúðum og hjúkrunarrýmum fyrir aldraða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×