Innlent

Ellefu smávirkjanir án rekstrarleyfis

MYND/GVA

Ellefu smávirkjanir sem nýverið hafa tengst dreifikerfi landsins eru starfandi án rekstrarleyfis samkvæmt raforkulögum. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um smávirkjanir sem iðnaðaráðherra skipaði í samráði við félagsmálaráðherra og umhverfisráðherra í fyrra. Var það gert í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um Fjarðarárvirkjun og Múlavirkjun.

Skýrsluhöfundar leggja til að gerðar verði breytingar á skipulags-og byggingarlögum, raforkulögum og reglugerðum þannig að öll mannvirkjagerð við virkjanir verði byggingarleyfisskyld og háð reglubundnu byggingareftirliti. Þá verði sett í löggjöf ákvæði um samvinnu og samráð iðnaðarráðuneytis, Orkustofnunar og byggingaryfirvalda við útgáfu leyfa til þess að tryggja samræmi milli þeirra.

Fram kemur í skýrslunni að framkvæmdaaðilum áðurnefndra ellefu virkjana hafi verið bent á að þær hefðu ekki rekstrarleyfi og leiðbeint um leyfisveitingarferli.

Skýrslu um smávirkjanir er í heild sinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×