Innlent

Bannað að leggja á seðilgjöld

MYND/GVA

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur beint þeim tilmælum til fjármálafyrirtækja að þau bjóði ekki kröfuhöfum sem nýta sér innheimtuþjónustu þeirra að bæta seðilgjöldum eða sambærilegum kröfum sem neytendur hafa ekki getað samþykkt við aðalkröfuna.

Þetta gerir ráðherra í samræmi við tillögur starfshóps sem gerði úttekt á lagaumhverfi um viðskipti neytenda og banka í ljósi nútímaviðskiptahátta.

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir enn fremur að fjármálafyrirtækjum sé óheimilt að innheimta seðilgjöld eða aðrar fylgikröfur í tengslum við innheimtu krafna á grundvelli þjónustusamnings við fyrirtækinema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Meðal þeirra er að seðilgjaldi endurspegli raunkostnað við útsendingu seðla, að neytendur geti greitt á annan hátt, meðal annars með millifærslu og þáverði neytendur að fá reikning vegna viðskipta, á pappír að rafrænt. Þá beinir viðskiptaráðherra því til fjármálafyrirtækja að tryggja gott aðgengi neytenda að viðskiptaskilmálum og gjaldskrám sínum, meðal annars með hliðsjón af nútímaupplýsingatækni.

„Tilmælin eru í samræmi við grundvallarreglur kröfuréttar um að sá sem óskar eftir þjónustu greiði fyrir hana og meginreglur neytendaréttar um að samningur þurfi að standa að baki kröfu sem ekki grundvallast á lögum.

Stór hluti viðskiptalífsins byggir á innheimtu krafna í gegnum innheimtukerfi banka og sparisjóða. Samtök atvinnulífsins og Samtök verslunar og þjónustu hafa lýst sig reiðubúin til samstarfs við ráðherra um að tryggja að farið verði eftir tilmælum þessum. Samtökin hyggjast jafnframt efla fræðslu meðal kröfuhafa um heimildir til innheimtu aukakostnaðar gagnvart neytendum og leggjast þar með á eitt með ráðherra og fjármálafyrirtækjum um að koma til leiðar að verklag við innheimtu verði í samræmi við gildandi rétt," segir enn fremur í tilkynningu ráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×