Innlent

Óánægja með vinnubrögð meirihlutans

MYND/Pjetur

Borgarfulltrúar minnihlutans í borgarstjórn hafa lýst óánægju með vinnubrögð meirihlutans í borginni sem nú kynnir frumvarp að þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál borgarinnar á fundi borgarinnar.

Dagur B. Eggertsson sagði ekki hægt að segja að um aðgengilegan pappír væri að ræða og að erfitt væri að rýna í plaggið enda hafi skort útskýringar og fylgigögn.

Þorleifur Gunnlaugsson, fulltrúi VG tók í svipaðan streng og sagði kyndugt að sjá slík vinnubrögð frá borgarstjóra sem hingað til hafi lagt mikla áherslu á þverpólitíska samstöðu og heiðarleg vinnubrögð og opin. „Það er með öllu óviðunandi hvernig meirihluti hefur staðið að vinnu við áætlunina, vinnubrögðin eru til skammar en koma því miður ekki á óvart, þetta er rýrt plagg," sagði Þorleifur.

Næstur í pontu var fulltrúi Framsóknarflokksins, Óskar Bergsson, og var hann á sömu skoðun og Dagur og Þorleifur og sagði Óskar fljótaskrift á plagginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×