Innlent

Könnun í Ísland í dag: Hver á að verða borgarstjóri?

Svanhildur Hólm, ritstjóri Íslands í dag.
Svanhildur Hólm, ritstjóri Íslands í dag.

Í þættinum Íslandi í dag strax eftir kvöldfréttir Stöðvar 2 verður birt ný könnun þar sem borgarbúar eru spurðir um hver eigi að taka við af Ólafi F. Magnússyni á stóli borgarstjóra. Hringt var í 1800 manns dagana 13. til 18. febrúar síðastliðinn og þeir spurðir hvern þeir vilji sjá sem næsta borgarstjóra í Reykjavík. Svarhlutfall var hátt í könnuninni.

Spurt var hvaða borgafulltrúi Sjálfstæðisflokksins eigi að verða fyrir valinu þegar embættið færist til þess flokks. Einnig var í boði að nefna einhvern utanaðkomandi ef aðspurðum leist ekki á neinn af borgarfulltrúunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×