Innlent

Þunn ísbreiða milli Íslands og Grænlands

Frá ískönnunarflugi Gæslunnar.
Frá ískönnunarflugi Gæslunnar. MYND/Ingibjörg Jónsdóttir

Ísröndin á hafinu milli Íslands og Grænlands reyndist næst landinu um 30 sjómílur norður af Horni.

Þetta kom fram þegar Fokker-flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, fór í reglubundið ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi í gær. Þá reyndist ísröndin 62 sjómílur vestnorðvestur af Straumnesi og um 50 sjómílur vestur af Kolbeinsey. Skyggni var nokkuð gott og fram kemur í tilkynningu Landhelgisgæslunnar að ísinn virtist vera bráðnandi og ísbreiðan þunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×