Innlent

Fundu hass á ísfirsku heimili

Síðdegis í gær handtók lögreglan á Vestfjörðum karlmann á þrítugsaldri. Húsleit var framkvæmd á heimili hans, á Ísafirði, í framhaldi af handtökunni.

Við þá leit fundust um 100 grömm af hassi. Mest allt efnið virðist vera í sölueiningum og er málið rannsakað með tilliti til þess. Umræddur aðili hefur verið í haldi lögreglunnar frá því í gær og hefur nú verið sleppt eftir yfirheyrslu í dag.

Málið telst upplýst, en játning liggur fyrir um að umræddur aðili hafi tekið við þessu efnismagni, ætlað hluta þess til að dreifa á norðanverðum Vestfjörðum en hinn hlutann til eigin neyslu. Umræddur aðili hefur áður komið við sögu lögreglunnar vegna fíkniefnamála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×